Heimskringla/Ólafs saga Tryggvasonar/70
Ólafur konungur fór liði sínu út til Niðaróss. Þá lét hann reisa þar hús á Niðarbakka og skipaði svo að þar skyldi vera kaupstaður, gaf mönnum þar tóftir til að gera sér þar hús en hann lét gera konungsgarð upp frá Skipakrók. Lét hann þannug flytja um haustið öll föng þau er þurfti til vetursetu og hafði hann þar allmikið fjölmenni.