Heimskringla/Ólafs saga kyrra/5

Heimskringla - Ólafs saga kyrra
Höfundur: Snorri Sturluson
5. Dauði Sveins konungs Úlfssonar


Sveinn konungur Úlfsson varð sóttdauður tíu vetrum eftir fall Haraldanna. Þar næst var konungur í Danmörk Haraldur hein sonur hans fjóra vetur, þá Knútur sonur Sveins annar sjö vetur og er sannheilagur, þá Ólafur hinn þriðji sonur Sveins átta vetur, þá Eiríkur góði fjórði sonur Sveins konungs enn átta vetur.

Ólafur Noregskonungur fékk Ingiríðar dóttur Sveins Danakonungs en Ólafur Danakonungur Sveinsson fékk Ingigerðar dóttur Haralds konungs, systur Ólafs Noregskonungs.

Ólafur Haraldsson, er sumir kölluðu Ólaf kyrra en margir Ólaf bónda, hann gat son við Þóru Jónsdóttur. Sá var nefndur Magnús. Var sá sveinn hinn fríðasti sýnum og allmannvænn. Óx hann upp í hirð konungs.