Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Helgisögur/Ólafur helgi og flóin
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
Ólafur helgi og flóin
Ólafur helgi og flóin
Ólafur konungur helgi Haraldsson lá einu sinni í herbúðum á landi. Vaknaði hann við það jarðpöddur þær er flær heita og allir þekkja bitu hann ákaflega svo hann vaknaði. Voru þá óvinir hans að honum komnir og mönnum hans sofandi. Gaf flóin honum og mönnum hans þannig líf. Lagði þá Ólafur konungur það á flóna að fyrir þetta skyldi hún geta forðað lífi sínu með því að stökkva álnarlangt, en áður skreið hún sem aðrar pöddur.