Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Helgisögur/Þakkláti krumminn

Stúlka á bæ einum hafði lagt það í vana sinn að gefa bæjarhrafninum mat og gekk það lengi unz eitt kveld á vetrardag að hún kemur út, þá kemur krummi og krunkar ákaft og hoppar út hlaðið ofan túnið og út fyrir það. Hún fer eftir honum með mat hans, en í því hún sleppur út fyrir fellur snjóflóð (aðrir: skriða) á bæinn svo hann eyðilagðist og fólkið með.