Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Helgisögur/Abi male spirite
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1862)
„Abi male spirite“
„Abi male spirite“
Einu sinni átti pokaprestur nokkur að skíra barn. Það var í þá tíð þegar siður var að særa hinn óhreina anda út af barninu og það á latínu. Þá segir prestur:
- „Abi male spirite.“[1]
En kölski sat út í einu kirkjuhorninu, gellur við og segir:
- „Pessime grammatice.“[2]
Þá segir prestur:
- „Abi male spiritu.“[3]
Þá segir kölski:
- „Laugstu fyrr og laugstu nú.“[4]
Þá segir prestur:
- „Abi male spiritus.[5]
Þá segir kölski og fór burtu um leið:
- „Sic debuisti dicere prius.“[6]
Þar sem dr. Maurer hefur snúið þessari sögu á þýzku hefur hann sett aðra sögu til samanburðar sem gengur á Þýzkalandi um sams konar prestlega athöfn og er hún hér um bil svona: Klerkurinn byrjar særinguna þannig: „Exi tu ex hoc corpo.“ Djöfullinn svarar: „Nolvo.“ Þá spyr prestur: „Cur tu nolvis?“ Djöfullinn svarar: „Quis tu male linguis.“ Þá segir prestur: „Hoc est aliud rem,“ og fór með það burtu.