Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Helgisögur/Hví kolinn sé munnófríður

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
þjóðsaga, ritstjórn Jón Árnason
Hví kolinn sé munnófríður

Einhverju sinni gekk María Jesú móðir með sjóvarströndu og sá hvar lifandi koli lá í fjörunni. Hún mælti þá: „Þar liggur þú, fagur fiskur á sandi,“ en er hún mælti þetta þá skekkti kolinn til munninn á móti henni. Þá mælti hún: „Það læt ég um mælt að þú sért jafnan munnljótur héðan í frá.“ Og því er kolinn æ síðan munnófríður.