Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Helgisögur/Ljósið sem hvarf

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
þjóðsaga, ritstjórn Jón Árnason
Ljósið sem hvarf

Kerling ein kunni ekkert annað en faðirvor og las það á hverjum morgni og hverju kvöldi með hinni mestu andakt. Sá[u] menn ljós yfir rúmi hennar ávallt er hún las á kvöldin. Menn fóru að kenna henni ýmislegt annað andlegt, en upp frá þeirri stundu sáu menn aldrei ljósið.