Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kreddur/Gamlar vísur um jóladaga
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1864)
Gamlar vísur um jóladaga
Gamlar vísur um jóladaga
1.
- Sé þann morgun sólarljómi,
- sýnir ávaxtarár komi;
- er skírviðri allan daginn,
- auðnutími féll í haginn.
2.
- Tólf dagar sem jól títt falla,
- reikna þessa árs mánuði alla,
- samlíkan hvern mánuð segi
- sem viðrar á hvurs þess degi.
3.
- Jóladagur Janus þýðir,
- jafna svo við hvern sem hlýðir;
- tólf vill desember teikna
- til náður, svo átta ár reikna
- af sólskini á sex dögum.
- ....................
4.
- Ef sól skín vel á Krists degi
- árgæði lengst bregzt þá eigi;
- annan dag ef eins vill ljóma
- árgróði mun heldur koma;
- þriðja dag ef þægt vill skína
- þras og villur kristnir sýna.
5.
- Fjórða dag ef fagurt lýsir
- fást krankleikar börnum vísir;
- fimmta dag ef fullt skin veitir
- frjóvgun þiggja víða sveitir.
6.
- Sjötta dag ef sólskin býður
- sætum gróður fagnar lýður;
- sjöunda skín, sult, hallæri,
- samt aflagang minnst að bæri;
- áttunda dag ef sól birtir,
- aflagnægð ei kvíða þyrftir.
7.
- Níunda dags ljóminn ljósa
- ljær fjárheill svo margir hrósa;
- tíunda dags skinið skæra
- skæð sterkviðri oft mun færa;
- ellefta skin, öll dimm veður,
- almennt plága varð þar meður;
- tólfta dags skin vill stríð teikna,
- tökur og rán vinnst reikna.
- ---
- Af Krists hátíðum árgæzku
- ávísun sé ljós í k[v]æði,
- í tunglhöfnum árbót sýna:
- ótíð sé, þá tungl vill dvína;
- þess yngra tungl sem hún ratar,
- því meir aukast árabatar;
- þeim mun eldra tungl þá hittir
- þyngra ár komandi kvittir.