Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kreddur/Matarbrigði
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
Matarbrigði
Matarbrigði
Fyrsti sunnudagur í aðventu eða sunnudagurinn í föstuinngang er hafður í miklum metum, að minnsta kosti víða norðanlands. Er það gömul venja að gefa þá fólki hvað bezt er til matar á bæ hverjum, til dæmis sauðarsvið sem lengi hefir verið uppáhaldsréttur til sveita á Íslandi.