Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kreddur/Nokkuð um merkidaga
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1864)
Nokkuð um merkidaga
Nokkuð um merkidaga
Merkidagar eru tveir dagar fyrir jafndægur, jafndægradagurinn og tveir dagar eftir jafndægur haust og vor. Þessir fimm dagar kallast prophetici (critici, þ. e. merkidagar). Sérhver þessara daga hefur undir sér 35 daga, það er 175 bæði haust og vor. Fyrri hluti ársins byrjar 18. marz og nær til 20. september. Af þessum fimm dögum vor og haust má marka veðurlagið eftirfarandi hálft ár svo að eftir því sem viðrar sérhvern þessara fimm daga, svo viðrar á 35 dögum sem hverjum jafndægradegi eru tileinkaðir, frá jafndægrum á haust til 19. marz og frá 19. marz til 20. september.