Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kreddur/Um merkisdaga í tólf mánuðum

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1864)
Um merkisdaga í tólf mánuðum

1.

Nýjársdags megn morgunroði,
minnst hann stríð í illviðrum boði;
vænst skín sól [á] Vintensdegi,[1]
vit friðsamt ár fyrir segi.

2.

Skær Pálsdagur beztur býður,
blási vindur, strítt hélt lýður
meðalár, er félli, brugga
ótíð með sótt, þoka og mugga.

3.

Skín frekt sól á föstuinngangi,
föstutíð eins ljómar lengi,
skær þann dag í ár upp rennir,
yrkja jarðar lukkast kennir.
Tíma þann má tré upp höggva,
traust smíði má með þeim brúka;
oss tjá fróðir, ef ei villast,
aldrei kunni það að spillast.

4.

Þá marga þoku martius hefur,
minnst eins stór regnár það gefur;
daggatal í marti merkja
mjög varð fyrst frá páskum sterka:
í ágúst munt öngu minna
af þokum fjölda finna.

5.

Á pálmadag ófrítt veður
öngan mann þess þýðing gleður;
á páskadag ef lítt daggar
ei verða stórir heyjabaggar.

6.

[Ef] stirt viðrar á þeim degi
ávaxtarvon bilar eigi;
börn skal þá af brjósti venja,
bið of löng þeim orka[r] kenja.

7.

Hvítasunnu regn mun sjaldan
sýna nema ávöxt kaldan;
[á] Urbanus ef sól ljómar,
eikur prýða ber og blómar.
Á sagðan dag ef að rignir,
ávaxtar tjón halda hyggnir.
Um þrot maí blómgast eikur,
af þess móti vert ei bleikur;
árgæði eftir kenna
oft rennandi satt það renna.

8.

S[k]ín klárt veður á dag dýra,
dulið gott mun eftir skýra;
ef mjög rignir á Jónsmessu,
minnkun gróða gegnir þessu.

9.

Rigni dag þann móðir meyja
með flýti kom dýrt að segja
já, fram dregst óveðurátta
allt til fjörutíu nátta.

10.

Á Jakobsmessudag ef sól lýsir
eftir koma kuldar vísir;
ef sá dagur votur væri
veðrátta hrá eftir færi.
Var þá sólskin varmt með skúrum
verður ekki þörf á stúrum,
kemur þá kyrrlátt veður;
kenndu oss svo forfeður.

11.

Sunnudagar þrír svo klárir,
samt fyrir Jakob frjóvsamt ár er,
varð regn þann dag vel oss nægi,
vex gróður í meira lagi.

12.

Jakobsmessu að miðjum degi
merk tíma til jóla, segi;
eftir jól ber um árgangur,
eftir miðmunda dagur er langur;
ef skín glatt þá upphófst meyja,
árgæði mun fyrir segja.
  1. Þannig handritið; á ef til vill að vera Vincentiusmessa, 22. jan.