Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kreddur/Vísur af sólarháttum
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1864)
Vísur af sólarháttum
Vísur af sólarháttum
1.
- Ársól gáruð og ský undir,
- öll stór regn þann dag, þær stundir;
- séu skýin þung og svört að morgni,
- sést norðanstormur af horni.
2.
- Ef ársól geisla greiðir,
- geyst regn og vind brátt innleiðir;
- mikið regn býr morgunroða,
- minnst stríð og illviðri boða.
3.
- Af sólsetri upp ef kunna
- á loftið ský rauð að renna,
- næsta dag blíðviðri boða,
- ber það til eins af kvöldroða.
4.
- Á vetur þá frost úr dregur,
- oft gýs snjór drjúglegur,
- utan svört ský sé þar meður,
- svo varð dögg eður krapaveður.