Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kreddur/Varðrispur
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1864)
Varðrispur
Varðrispur
Það er alltítt að menn finna rispur á sér og vita ei hvernig þær eru komnar. Liggja sumar eftir manni endilöngum, en sumar þversum. En svo stendur á að hverjum manni fylgir ein vættur góð og kalla menn hana „varðengil“ þess manns er hún fylgir. Nú vita menn og að hinir illu andar sem jafna eru til ills fúsir ásækja menn líka. Þessir illu andar rispa þá oft á menn ógæfurispur og liggja þær langs eftir manni. Þá kemur varðengill mannsins og bætir úr hinum illu rispum með því að rispa þvert yfir þær. Þessar rispur heita nú varðrispur. Þær sem langs liggja eru óheillarispur, en hinar sem þversum liggja eru heillarispur.