Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kreddur/Vefjarbiti og húsbiti
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1864)
Vefjarbiti og húsbiti
Vefjarbiti og húsbiti
Þá eru enn vefjarbiti og húsbiti. Vefjarbitinn er gefinn vefaranum þegar hann hefur fellt af hverja voð, en húsbitinn er sá glaðningur sem þeim er gefinn sem stinga og bera tað úr fjárhúsum út á tún hvort heldur er á vetrum eða vori. Hvortveggja er aukageta sem gefin er auk matar þeim sem verkið vinna.