Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Náttúrusögur/Berserkshaugur og Gellishóll

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
Berserkshaugur og Gellishóll

Berserkur sá er eldinn vóð í Haga er sagt að sé heygður hjá reiðgötum fyrir utan Haga og sést þar enn grjóthrúga á holtinu. Þar inn af eru flóar sem heita Gellisálar, en beint suður og austur undan við álana er grasi vaxinn hóll, er Gellishóll heitir og kenndur er við Gellir þann er Króka-Refur átti að drepa.