Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Náttúrusögur/Björn á börn
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1862)
Björn á börn
Björn á börn
Það er sagt um björninn að hann sé maður í álögum og eigi birnan börn, en þau verði að húnum ef hún nær að slá yfir þau hramminum. Frá því hefur verið sagt að í Grenivík á Grímsey hafi maður einu sinni komið út og séð birnu sem bar sig hálfaumlega. Hann sótti henni inn kúamjólk og gaf henni. Seinna um kvöldið þegar hann fór að taka til heyið lá hún í hlöðunni og var að gjóta. Hann náði þá einum unga hennar og var það almennilegt meybarn. Fór maðurinn svo inn með barnið og ól það upp nokkra stund; óx hún og dafnaði vel, en sótti mjög út þegar hún var komin á legg og til sjávar. Loksins tókst henni að komast út á ís á víkinni; kom þá birnan að og brá yfir hana hramminum; við það brá henni svo að hún varð að bjarndýrshún.