Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Náttúrusögur/Bjarnarbrunnur
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
Bjarnarbrunnur
Bjarnarbrunnur
Eitt örnefni sem sagt er til hafi verið í Grímsey er Bjarnarbrunnur. Örnefni þetta var úr minni liðið í eyjunni þegar ég var þar 1846-49. En brunnur þessi er svo til orðinn:
Einu sinni var vatnslaust í Grímsey. Kom þar þá eða var bjarndýr og sló með hramminum upp stein; kom þar þá upp vatn og var gerður brunnur og kallaður Bjarnarbrunnur.
NB. Óvissa var á hvort heldur brunnur þessi væri sami sem Brynhildur í Sandvíkurbrekkum eða sama sem Kaldibrunnur hjá Sandvík. Nú hefi ég (1862) spurt síra Pál á Hnappsstöðum um þetta og hafði hann heyrt söguna og segir þetta sé Kaldibrunnur.