Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Náttúrusögur/Brynhildur

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
þjóðsaga, ritstjórn Jón Árnason
Brynhildur

Í Sandvíkurbrekkum í Grímsey er lítill brunnur eða uppsprettulind sem Brynhildur heitir. Vígði Guðmundur biskup hann meðan hann var í Grímsey. Sjaldan sem aldrei er neyzluvatn sókt í hann því hann er langt frá bæjum. En það var venja fyr meir að sækja í hann vatn að gefa barnsængurkonum að drekka og trúðu menn að það væri órækt meðal til að greiða fyrir fæðingunni.