Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Náttúrusögur/Hámeri
Í Grímsey er það sjómanna trú að þegar hámeri dregst þá megi hún ekki sjá yfir alla á bátnum því annars sjái hún einhvern feigan. Bregða menn þess vegna hjúpi sem fyrst fyrir augun á hámerinni. – Sá sem dregur hámeri, honum bregzt ekki afli það árið.