Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Náttúrusögur/Haugur Steingríms trölla
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
Haugur Steingríms trölla
Haugur Steingríms trölla
Sumir segja að Steingrímur trölli sé heygður á Tröllatungufjalli, en hvað hinn svonefnda Steingrímshaug á Staðarfjalli snertir þá virðist hann ekki líkur öðrum fornmannahaugum, heldur mun hann vera þannig myndaður af náttúrunnar hendi. Laut ein er ofan í miðjan hauginn og er mælt þar hafi verið í hann grafið og hafi þar fundizt hringur er síðan var hafður í kirkjuhurðarhring og skírnarfontur sá er enn tilheyrir Staðarkirkju.