Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Náttúrusögur/Hulinsteinar

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
þjóðsaga, ritstjórn Jón Árnason
Hulinsteinar

Einu sinni var Helga amma mín, þegar hún var barn, að leika sér með öðrum börnum. Fann hún þá einn fallegan stein, en ég man nú ekki hvernig hún lýsti honum. Hélt hún á honum í hendinni. Þá segir eitt barnið hitt (Bjarni bróðir hennar): „Hvar er hún Helga?“ „Ég er hérna,“ segir Helga. „Hvar þá?“ segja þau og sjá hana ekki. Gengur svo nokkuð að þau sjá hana ekki og ærast að leita að henni. [Dettur þá Helgu í hug] að steinninn kunni að valda þessu; fleygir hún þá steininum og sjá þau hana þá strax. Steininn fann hún ekki aftur.