Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Náttúrusögur/Kaupmannsstapi

Með suðurlandi í Loðmundarfirði utan til er steinstrókur sívalur og hár nokkuð skammt frá landi. Um hann er sagt að kaupmaður nokkur hafi hlaupið af klettum sem á landi eru og hér um bil jafnháir og stapinn, og út á hann og skilið þar eftir hníf og belti og sagt að það skyldi hvur eiga sem út á stapann hlypi eftir sér; en líklegt er að það verði um seinan.

Stapinn er kenndur við mann þenna og nefndur Kaupmannsstapi.