Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Náttúrusögur/Lásagras

Það vex hjá uppsprettulækjum þar jörð er góð, gult að lit og hefur eina fagurbláa rós í kollinum með smálaufum sem liggja upp eftir. Það er lítið vexti, en gefur þó af sér sterka lykt. Það skal taka þá sól gengur í ljónsmerki og geyma það í dauðsmannshári undir hægri hendi. So á sér borið hefur það upp allar skrár og lása sem það er að borið þá menn það vilja.