Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Náttúrusögur/Lóan sefur
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
Lóan sefur
Lóan sefur
Einu sinni kom maður í klettaskoru í helli; þar lágu margar lóur í svefni eða vetrardvala. Hreyfði hann eina þeirra, en er hann vitjaði þeirra voru hinar flognar, en hún lá dauð.