Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Náttúrusögur/Maríuvöndur
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
Maríuvöndur
Maríuvöndur
Fróðir menn skrifa að í kirkjugörðum þar jörð er þur vex eitt gras sem sumir menn kalla hulinhjálmsgras. Það er með rauðbleikum legg digrum neðan, en margar greinir á því ofan, laufin smá og þykk, lík sem lambablöðkur. Þau eru bleik með rauðum deplum. Það skal takast um messutíma og stökkva áður yfir það vígðu vatni, og ei mega snerta það berar hendur og láta ekki sól á skína né að komast og geyma í hvítu silki og helguðu messuklæði, og nær maður vill ekki láta sjá sig gjörir hann kross í kringum sig í fjórar áttir og bregður so yfir sig grasinu og mun enginn sjá hann.