Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Náttúrusögur/Náttúrusteinar

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
þjóðsaga, ritstjórn Jón Árnason
Náttúrusteinar

Hrafntinna. Hún hefir níu náttúrur góðar og níu vondar. Af þeim verri er að í því húsi sem hún er í getur enginn fæðzt né dáið. Af þeim betri eru að það hús brennur ekki. Sé stolið úr því kemst það upp. Sé hún bundin í tagl á strokhesti eða dindil á strokkind tollir það meðan hún er þar. Sé hún grafin í kvíadyr flýgur ekki undir ær. Sé hún grafin í fjárhúsdyr vankar fé ekki.

Agat. Hans náttúra er áður nefnd.

Draugasteinn. Sá sem ber hann á sér þarf ekki að óttast mein af draugum.