Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Náttúrusögur/Náttúruurtir

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
þjóðsaga, ritstjórn Jón Árnason
Náttúruurtir

Reynir. Hann hefir níu náttúrur góðar og níu vondar. Í því húsi sem hann er fæðist enginn og deyr enginn. Ekki má hann vera öðrumegin í skipi eða í öðrum stafni nema í báðum sé, annars steypist það á þá hlið eða þann stafn. Ef reynir brennur milli vina verða þeir óvinir, o. fl.

Selja. í því húsi sem hún er getur enginn fæðzt né dáið, og ef hún er í skipi verður það manndrápsbolli.

Brönugras. Ef maður lætur það undir höfuð stúlku og hún sefur á því óvitandi fær hún ást á honum.

Jarðarber. Þess náttúra er áður nefnd.