Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Náttúrusögur/Skrímsli í Jökulsá á Brú

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri  (1862) 
þjóðsaga, ritstjórn Jón Árnason
Skrímsli í jökulsá á Brú

Skrímsl hefur sézt í Jökulsá fyrir ofan brúna. Hafa þeir séð það frá fjórum bæjum, Giljum, Teigaseli, Skeggjastöðum og Hvanná. Það skal vera nokkru stærra en hestur, svart á lit, en líkast í vaxtarlagi íslenzkum bát. Fór það upp eftir móti straumi og í einum stað kom það á grynningar, og hafði þar orðið mikil umbrot, en ég trúi enginn vogaði að hyggja nákvæmlega að því.