Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Náttúrusögur/Systkinin í Eyjafirði
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1862)
Systkinin í Eyjafirði
Systkinin í Eyjafirði
Önnur saga mjög lík þessari gengur í Eyjafirði um systkin tvö sem dæmd voru til dauða fyrir blóðskömm og aftekin í Möðrufellshrauni. Þau sögðust ávallt vera saklaus. Þegar þau voru komin á aftökustaðinn báðu þau til guðs að hann vildi þó að minnsta kosti sanna sakleysi þeirra eftir dauðann. Síðan voru þau tekin af og óx upp úr blóði þeirra reynitré, og af þessum viði er sagt að nægð hafi verið þar áður, en nú er engin hrísla eftir í því byggðarlagi.