Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Náttúrusögur/Um aldur tunglsins

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1862)
Um aldur tunglsins

Auk þessa sem nú hefur verið sagt um tunglið hafa menn tekið mikið mark á aldri þess, það er að skilja um lán og langlífi þess barns sem fæðist þegar tungl er svo og svo margra nátta, um líf og dauða þeirra sem sjúkir verða, um blóðtökur, fyrirtæki og framkvæmdir, sem allt mun vera hégiljur úr útlendum lækningabókum og til merkis um það að trú á tunglaldri sé svo undirkomin tel ég það að Hamrendabók hefur fyrir yfirskrift yfir þeim kafla: De lunæ proprietatibus. Allt hið sama er að segja um „Merkjakverið“ sem svo er kallað og sem tiltekur lán og líf hvers manns eftir því undir hvaða merki í dýrareiminni maður er fæddur.