Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Viðbætir/Galdrastafir

Stafur þessi skal ristast með nál úr segulstáli sem ekki er til annars brúkuð, á látúnsplötu. Stafirnir heita: Þór, Loki, Hænir, Njörður, Freyr. Þegar búið er að rista stafina á látúnsplötuna skal láta hana niður í hreina vatnsskál og mun þá mynd þjófsins koma fram í vatninu. Það er aðgæzluvert að þegar stafurinn er ristur skal það gjört svoleiðis að hvert strik strikist frá sér hvort sem það er stórt eður smátt og nefndir Æsir ákallaðir við hvert strik.