Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Viðbætir/Víti fáein
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
Víti fáein
Víti fáein
Enginn má kemba sér upp úr vatni á sunnudag því þá drukknar hann í sjó.
Ekki má ólétt kona ganga undir reist hús; þá getur fóstrið ekki skilið við nema tjaldað sé yfir því, segja sumir.
Ekki má ólétt kona setja pott á hlóð svo annað eyrað standi upp að vegg en annað fram að hlóðum, því þá verður annað eyra fóstursins á hnakkanum en hitt á enninu.
Ekki má barnssængurkona sofa á álftafiðurssæng því þá getur hún ekki fætt; sumir segja að þá geti fóstur hennar ekki skilið við.
Ekki má ólétt kona ganga undir stag því þá verður naflastrengur fóstursins vafinn um háls þess þegar það fæðist.
Ekki má selja vera í rúmi manns því þá getur maður ekki skilið við.