Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Viðburðasögur/Barnaborgir

Barnaborgir heita hraunhólar tveir í Hnappadalssýslu. Sagt er að þeir dragi nafn af því að einu sinni hafi tvö börn frá næsta bæ villzt þangað og dáið í þessari óttalegu auðn.