Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Viðburðasögur/Barnadauði í móðuharðindum

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
Barnadauði í móðuharðindum

Á Tungu í Fnjóskadal bjuggu hjón í móðuharðindunum; þau hétu Dínus Þorláksson og Þórlaug Oddsdóttir. Þegar harðindin komu áttu þau þrettán börn, öll ung, og urðu ellefu af þeim hungurmorða; fjögur þessara vóru í einu flutt á kirkjuna á Illugastöðum til greftrunar. Tvö börnin, Árni og Björg, lifðu af og urðu gömul.