Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Viðburðasögur/Bjóla
Sumir segja að Helgi bjólan hafi setið vetursetu að Bjólu áður hann kom til Kjalarness, en hitt segja fleiri að þar hafi búið kona (írsk?) sem Bjóla hafi heitið. Hún hafi haft selstöðu í Bjólufelli, nú Bjólfelli, og þegar hún kom frá seli sínu áði hún í Bjóluholti (nú Bolholti). Í túninu á Bjólu er sýnt leiði Bjólu; það er líkt gömlu garðlagi, nál. sjö faðma langt og einn faðmur á breidd. Skyldi ekki bærinn í fyrndinni hafa heitið á Bjólustöðum (sbr. á Auðkúlustöðum)? – Sagt er að Austvaðsholt heiti að réttu nafni Austhvatsholt.