Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Viðburðasögur/Blótaltari

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
þjóðsaga, ritstjórn Jón Árnason
Blótaltari

Í djúpum hvammi sem Lambeyri heitir, niður við ána á Stóru-Þverá í Fljótum, stendur stór steinn hér um fimm álna hár, fram úr brekkunum. Við hann er hlaðinn ferkantaður stallur lítill eða gerði, hérum tvær álnir á hvern veg. Þegar ég kom að Þverá 1835 var mér sagt að þetta væri blótaltari frá þeim tíma þegar kristni kom á Ísland og launblót voru leyfð. Engin rannsókn ætla ég hafi verið gerð um þetta.