Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Viðburðasögur/Grímur á Dröngum og maðurinn í hrófinu

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
Grímur á Dröngum og maðurinn í hrófinu

Maður hét Grímur og kallaður hinn gamli; hann bjó að Dröngum, gildur bóndi og kallaður harður í skapi. Smiður var hann og starf[aði] á vetrum við skipasmíði niður við sokallaða Reyðarhlein. Það bar til einn dag að Grímur gekk til hrófs þess er hann smíðaði skip í; voru dyr í hálfa gátt. Gekk hann inn og sér hvar maður liggur í gærustakk. Sprettur sá upp og grípur sax eitt er þar lá hjá honum og leggur að bónda. Grímur laust við öxinni og varð hinum laus knífurinn. Höggur Grímur hann þá banahögg, dregur hræ hans út og dysjar. Það dys vita kunnugir hvar er og sést enn glöggt, en enginn veit hvur maðurinn var. Frá þessu sagði Grímur í elli sinni.