Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Viðburðasögur/Grund í Eyjafirði (1)
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1862)
Grund í Eyjafirði
Grund í Eyjafirði
Grund hefur alla jafna þótt eitthvert hið mesta höfuðból í því héraði. Sagt er að hún hafi verið seld í sama óárinu og Bíldsá og það fyrir ekki meira en einn sauðarbóg, og sannaðist þar að neyð er enginn kaupmaður. Enda er sagt að hinn fyrri eigandi Grundar hafi einhvern tíma síðar riðið þar hjá, dæst við og mælt þessa vísu fyrir munni sér:
- „Þar um ég þenkja má
- þegar ég ríð þar hjá:
- Góð ertu Grund að sjá,
- guð veit hver hana á.“