Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Viðburðasögur/Hofið á Móbergi
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
Hofið á Móbergi
Hofið á Móbergi
Hof hefur verið á Móbergi í Langadal og það frá fornöld, líklega frá dögum Véfreyðar landnámamanns er þar reisti fyrstur bú. Hofið stendur á ská til framanvert við bæinn á Móbergi. Það er fimm faðma langt og fimm faðma breitt og snýr í austur og vestur og dyrnar í vestur. Garður er um hofið kringlóttur; hann er ellefu faðmar að þvermáli. Hoftóftin er nú fallin mjög, en þó sumstaðar 2½ alin á hæð, en víðast 2 álna eða 1¾ álnar á hæð. Það er eigi meir en fimmtíu ár síðan að þar sást blóthellan. Hún stóð í miðjum dyrum og var þá gengin mjög í jörð svo ei stóð hún nema svo sem eitt fet upp úr jörðu. Hún var hvöss ofan og ávöl, en það hyggja menn hún hafi þó stór verið.