Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Viðburðasögur/Pilturinn og ísskútinn
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
Pilturinn og ísskútinn
Pilturinn og ísskútinn
Árið 1853 að liðnum miðjum vetri skeði atburður sá í Skálavík í Bolungarvíkursókn og Ísafjarðarsýslu að piltar tveir stálpaðir voru þar í fjörunni við sjóinn að leika sér að því að skríða inn undir skúta á ísjökum; en er minnst varði sprakk einn jakinn; datt stykkið það er frá sprakk á annan piltinn og marði til dauðs.[1]
- ↑ Drengurinn hét Guðmundur Gíslason á Meiribakka í Skálavík, 15 ára gamall. Slysið varð 23. febr. um veturinn. „Dó undir hafísjaka“, segir í kirkjubókinni.