Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Viðburðasögur/Stöng og Steinarsstaðir

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1862)
Stöng og Steinarsstaðir

Fleiri landplágur eru það en óárin sem mönnum hafa orðið minnisstæð og eru það ekki sízt eldgosin eins og vonlegt er sem ollað hafa svo miklum landnauðum á Íslandi.

Í Fossárdal eyddu t. d. Rauðukambar í einu gosi heilmörgum bæjum sem aldrei hafa byggzt aftur og eru tveir þeirra nefndir í þessari vísu:

„Þá er Haukur bjó í Stöng
var ekki leiðin löng
þaðan til Steinarsstaða.“