Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Viðburðasögur/Valdísarsteinn og Valdísarreitur

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
Valdísarsteinn og Valdísarreitur

Útsunnan til í Laxárholtstúninu er steinn einn mikill, meir en tíu faðmar ummáls og seilingarhæð manns þar sem hann er hæstur, því nær ferskeyttur; hann er sléttur að ofan og flatur. Sá steinn er nefndur Valdísarsteinn og reiturinn sem hann er í Valdísarreitur – eftir konu einni í fornöld sem sagt er verið hafi í Laxárholti.