- Þerriblaðsvísur
|
- Ráðningar
|
- I
|
- I
|
|
- Vísan er ort undir nýhenduhætti Sigurðar Breiðfjörðs og með hliðsjón af vísunni:
|
- Blaðið góða, heyr mín hljóð,
- hygg á fregnir kvæða mínar,
- minna ljóða blessað blóð
- blætt hefur gegnum æðar þínar.
|
- Dagsins runnu djásnin góð
- dýr um hallir vinda,
- morgunsunnu blessað blóð
- blæddi um fjallatinda.
|
- II
|
- II
|
|
- Úr Sæmundi Hólm eftir Bjarna Thorarensen:
|
- Því var þerriblað
- í þegna heimi
- oft í eld hrakið
- að entu starfi,
- að það aldregi,
- sem önnur blöð,
- dugði til kamars —
- né kramarhúsa.
|
- Þá var Sæmundur,
- á sinni jarðreisu,
- oft í urð hrakinn
- út úr götu,
- að hann batt eigi
- bagga sína
- sömu hnútum
- og samferðamenn.
|
- III
|
- III
|
|
- Úr Dalvísu Jónasar Hallgrímssonar:
|
- Þurrkutetur, þægðarblað,
- þú, sem ástarklessur drekkur.
- Ljúft þú unir þér við það,
- þurrkutetur, gljúpa blað.
- Hverfur þér að hjartastað
- hver einn lítill pennaflekkur,
- þurrkutetur, þægðarblað,
- þú, sem ástarklessur drekkur.
|
- Fífilbrekka, gróin grund,
- grösug hlíð með berjalautum,
- flóatetur, fífusund,
- fífilbrekka, smáragrund,
- yður hjá eg alla stund
- uni best í sæld og þrautum,
- fífilbrekka, gróin grund,
- grösug hlíð með berjalautum.
|
- IV
|
- IV
|
|
- Bólu-Hjálmar, Ritsafn 2 bls. 161:
|
- Hvar, sem hnígur hortittur,
- hlussum mígur ritvargur,
- brátt upp sýgur blekdrekkur
- bull, sem lýgur mannhundur.
|
- Byggðir smýgur blóðþyrstur
- brauð út lýgur mannhundur,
- loks þó hnígur hordauður,
- hans á mígur leiði hvur.
|
- V
|
- V
|
|
- Úr Rúnaslag Gríms Thomsens:
|
- Síðasti slagurinn er hann sló —
- slettist á blaðið klessa.
- En með blaðinu þerri þó
- þurrkaði 'ann vætu þessa.
- Rennvotar þerrar það rúnar.
|
- Fyrsti slagurinn er hún sló,
- strengirnir fagurt gjalla,
- hestar og fé í heiði og skóg
- högunum sinntu valla.
- Rammar slær hún rúnar.
|
- VI
|
- VI
|
|
- Bein fyrirmynd er ekki tiltæk, en bláfugl er yrkisefni Benedikts Gröndals og himinljósaleiftur í hans stíl.
|
- Á himinskýjum skáldsins andi flaug
- sem skrýtinn bláfugl eða apótek,
- og himinljósaleiftur í sig saug
- líkt eins og þerripappír drekkur blek.
|
|
- VII
|
- VII
|
|
- Fyrirmynd fann Baldur ekki, hvorki hjá Páli Ólafssyni né Kristjáni fjallaskáldi, sem einnig þótti koma til greina.
|
- Þerripappír þóknast mér
- því hann drekkur, eins og ég.
- Blekaður því hann einatt er.
- Allt er þetta' á sama veg.
|
|
- VIII
|
- VIII
|
|
- Úr Ljóðmælum Gísla Brynjúlfssonar, bls. 2:
|
- Þerripappír, satt eg segi,
- sýgur, frá ég, ár og síð.
- Meir þó bergði Boðnar legi
- Bragi gamli á fornri tíð.
|
- Skáldið ástar, satt eg segi,
- sem að enginn jafnast við,
- endurrisið á þeim degi,
- er menn skildu Sónar klið.
|
- IX
|
- IX
|
|
- Hér mun Steingrímur Thorsteinsson hafður í huga, en beina fyrirmynd fann Baldur ekki.
|
- Einn þerripappír, gljúpur, grár,
- hann gerir þurrt, ef bleki er slett.
- Svo þerrar Drottinn tállaust tár
- og tekur burtu syndablett.
|
|
- X
|
- X
|
|
- Þennan hátt notar Matthías Jochumsson mjög lítið. Hliðstæðu má þó ef til vill telja í kvæðinu Varast varg ala:
|
- Pappír pettaði
- penninn flughraði,
- hljóp of hugstaði
- hratt á blekvaði.
- En í óðhlaði
- ei varð stórskaði,
- því ég þurrkaði
- á þerriblaði.
|
- Varast varg ala,
- vitrum flátt tala,
- margt við mey hjala,
- munargirnd svala,
- egna ungs kala,
- annars grip fala,
- hæða hróp kvala,
- hundlaus fé smala.
|
|
- Svo og:
|
|
- Vant er gull græða,
- granna mál þræða,
- hruman þul hæða,
- húsgang hvern fæða,
- aðra um illt fræða,
- upp úr sjó slæða,
- hest sinn margmæða,
- meta verð kvæða.
|
- XI
|
- XI
|
|
- Úr Biblíuljóðum Valdimars Briems:
|
- „Ég á blaðið“. „Sei, sei, sei“.
- „Svei mér þá“.
- „Víst á ég það“. „Nei, nei, nei“.
- „Nei“. „Jú“. „Á“.
- Þannig rifust þegnar tveir
- um þerriblað,
- brýnt því þurftu báðir þeir
- að brúka það.
|
- „Ég á barnið“. „Sei, sei, sei&“.
- „Svei mér þá".
- „Víst á ég það“. „Nei, nei, nei“.
- „Nei“. „Jú“. „Á?“.
- Þannig háðu þernurnar
- þessa hríð;
- Báðar lengi þrættu þar.
- Þvílíkt stríð!
|
- XII
|
- XII
|
|
- Úr Áfram eftir Jón Ólafsson:
|
- Vér skulum ei æðrast, þótt eilítið blek,
- eða annað sumt gefi á bátinn.
- Nei, ég ráð sé við því, ég mitt þerriblað tek
- og þurrka það upp. Það er mátinn.
|
- Vér skulum ei æðrast, þótt inn komi sjór,
- þó að endur og sinn gefi á bátinn.
- Nei, að halda sitt strik, vera í hættunni stór
- og horfa ekki um öxl — það er mátinn.
|
- XIII
|
- XIII
|
|
- Úr Byl eftir Einar Kvaran:
|
- Það tekur svo ákaft en öfugt við
- því orði', er á pappírinn festist,
- og erfi drekkur að íslenskum sið
- þess alls, sem var blautt og klesstist.
|
- Hann sendist áfram og syngur við.
- Það svellur und fótum hans engið.
- Hann drekkur nú erfi að íslenskum sið
- þess alls, sem í dauðann er gengið.
|
- XIV
|
- XIV
|
|
- Úr Undir Kaldadal eftir Hannes sjálfan:
|
- Ég vildi óska', að það ylti nú blek
- í ærlegum straumi yfir blaðið hjá mér,
- svo ég gæti sýnt, hve mín framkvæmd er frek
- og fádæma gott mitt þerriblað er.
|
- Ég vildi óska, að það yrði nú regn
- eða þá bylur á Kaldadal,
- og ærlegur kaldsvali okkur í gegn
- ofan úr háreistum jöklasal.
|
- XV
|
- XV
|
|
- Sjá annan hluta Aldamóta Einars Benediktssonar.
|
- Það ber við tíðum hjá lenskum lýð,
- að letragjörðin vill þorna síð.
- Þerriblöð hafa því hlutverk að inna
- ef höfð eru rétt, verja klessu og blett.
- Og einatt úr huganum hugsjón má detta,
- ef hægt er ei blaðinu strax við að fletta
- og áfram halda og skrifa í skyndi
- þá skáldafjörið er best í lyndi.
- Vor fátæka þjóð má við minna,
- en missa hugsjónir skáldanna sinna.
|
|
- XVI
|
- XVI
|
|
- Úr Rask eftir Þorstein Erlingsson:
|
- Frá Englum og Þjóðverjum gæfan oss gaf
- hin gagndræpu blöðin, sem þerra.
- Það blek, sem þau leirburði uppsugu af,
- það er ekki smáræði, herra.
- Sem Danskurinn útsýgur íslenska þjóð
- og andann þurrkar upp trúin,
- sem ígla sýgur upp sjúks manns blóð,
- svo sjúga þau. — Nú er ég búinn.
|
- Því fátt er frá Dönum, sem gæfan oss gaf,
- og glöggt er það enn, hvað þeir vilja.
- Það blóð, sem þeir þjóð vorri út sugu af,
- það orkar ei tíðin að hylja.
- Svo tókst þeim að meiða' hana meðan hún svaf
- og mjög vel að hnupla og dylja;
- og greiðlega rit vor þeir ginntu um haf —
- það gengur allt lakar að skilja.
|