Afkastaleysið
Höfundur: Stephan G. Stephansson


Léðar mér eru
til ljóðasmíða
valtar og stopular stundir.
Rykfallin harpa,
ryðgaðir strengir
nú verða leiknir lítt.
Undrastu ekki,
að mér verða
stuttorð ljóð og stirfin.
Hljóma þó innst
í hugardjúpi
fegri lög og lengri.