Arnbjörg  (1843) 
höfundur Björn Halldórsson

Fyrst prentað í Búnaðarriti Suðuramtsins húss- og bústjórnarfélags 1843 og hér fengið þaðan (Frumrit:Arnbjörg.pdf, [1]). Notast við gamalt letur sambærilegt Fraktur og langt s.

Arnbjörg

æruprýdd dándikvinna á Vestfjörðum
Íslands
afmálar skikkun og háttsemi góðrar húsmóður í
húss-stjórn, barna uppeldi og allri
innanbæar búsýslu

Inntak samanskrifaðra blaða.

  1. Guðrækni helgar, skynsemi prýðir alla kosti kvenna.
  2. Góð kona óttast Guð, því hún er varúðarsöm.
  3. Hún trúir Guði, því er hún örugg og úrræðagóð.
  4. Hún elskar Guð, því er hún dygðug.
  5. Hún heldur vel sín trúarbrögð.
  6. Hún forðast hjátrú.
  7. Hún þenkir rétt um sína skyldu.
  8. Hún heiðrar og elskar Kóng sinn og yfirvöld.
  9. Hún rækir almenníngs gagn.
  10. Hyllir að sér granna og grannkonur.
  11. Hún rækir hús sitt heima, ferðast sjaldan.
  12. Leitar bónda sínum sóma.
  13. Batar hann í öllu, sem hún orkar.
  14. Hún er hans besti trúnaðarmaður og ráðaneyti.
  15. Hún er ekki spurul né forvitin.
  16. Hún breytir ei háttum, nema til batnaðar sé.
  17. Hún ræktar og mentar börn sín í æsku þeirra.
  18. Géfur börnum að sjúga sig.
  19. Heldur börnum ei lengi í reifum.
  20. Hefir engin olbogabörn.
  21. Venur börn við allskyns fæði og atbúnað.
  22. Hún forðast æðru bæði sína og barnanna.
  23. Dariess reglur um meðferð á börnum.
  24. Góð móðir ávinnur elsku barnanna.
  25. Hún kénnir þeim að heiðra foreldra.
  26. Venur af þeim alla barnakæki.
  27. Kénnir þeim að vera skynjandi sképnur.
  28. Hún kénnir þeim síðan Drottins bæn.
  29. Hún velur þeim og leyfir leikfáng.
  30. Heimtar ekki af þeim að vera srax fullorðnir menn.
  31. Gjörir þeim bóklestur og hannyrðir að leik.
  32. Æfir þeirra minni og skilníng í kristinndómi.
  33. Fræðir þau í Biblíu og föðurlands tilfellum.
  34. Segir þeim dygðadæmi úr öðrum góðum sögum.
  35. Venur þau á meðaumkun og manngjædsku.
  36. Kénnir meyum þær handyrðir, sem gagns von er at.
  37. Hvað hér meinast fyrir handyrðir.
  38. Ofmikil vandfýsni við dætur ei góð.
  39. Móðirin velur sér góða barnfóstru.
  40. Ullarvinna eitt þarfasta verk búkonunnar.
  41. Hún skilur ull eptir liti og gjæðum.
  42. Brúkar dönsk verkfæri til ullarvinnu.
  43. Safnar litunargrösum.
  44. Lætur þá rýa fé, er því er fyldt.
  45. Skiptir vetrartíma til tóverka.
  46. Skipar aldrei ómöguleg verk.
  47. Géfur vinnukonum nokkra tómstund.
  48. Getur verka skipan eptir ársins tímum.
  49. Setur hættur og reglur daglega.
  50. Hefir vissa reglur á kvöldvökum.
  51. Kénnir vinnukonum að sníða og sauma.
  52. Hún býr til smjör og saltar það.
  53. Býr til súrt smjör.
  54. Býr til skyr.
  55. Býr til osta og geymir þá vel.
  56. Hún fer hreinlátlega at mjólkurmati öllum.
  57. Er hreinlát í allri meðferð matar.
  58. Sér um, at matvæli megi sem hollust verða.
  59. Hefir reglu í matarskamti.
  60. Bóndinn hlýtur at fá henni þétt innibúr.
  61. Hún heldur hreinum rúmfötum og borðbúnaði.
  62. Brúkar væn föt, hrein, órifin, ekki glisleg.
  63. Lætur hjú eiga nógann klæðnað.
  64. Lætur hreinsa á hverri viku hússbúnað, sópa hús.
  65. Býr vel at hjúum sínum.
  66. Er forsjál að safna byrgðum.
  67. Safnar ímóti hallæri harðinda mati.
  68. Géfur ölmusu af öllum sínum byrgðum.
  69. Þolir vel fátækt, vill þó auðug vera.
  70. Hún er géstrisin og híbýla prúð.
  71. Hún heldur daungóðum bæ sínum.