10 breyta

Þad er gód heillastod, ad hafa góda nágranna, og þad verda flestir þegar þeir mæta gódu, því leitar þess skynsöm kona, at ná og rækja hylli granna og grannkvenna sinna. Hún heldur gódgranna skil um beit og önnur þvílík smá samskipti. Hún eydir, sem mest hún gétur, öllum nágranna krit, lídur ei fólki sínu baktal edur kvis, og vill ei heyra þad af hjúum granna sinna. I Sjúkdómi — eda húngri hjálpar hún þeim fyrr enn ödrum vandalausum útí frá. — Hún styrkir gagn þeirra, enn fordar þeim skada med allir alúd, hvar sem tilnær, helst þegar grannkonuna brestur einhver búþarfindi, til fædis, klæda edr hagnadar. Þarvid eykur hún sína egin farsæld, því hún verdr vinsæl, og flestir reikna sér þad skyldu, at gjöra henni til þægðar, þegar manndygdar menn ega í hlut, og þá vinnur hún enn meira, þegar vondur madr hefir ordid fyrir gódu af henni, því þeir fá minni lyst til ad gjöra íllt, svo hún kann heldur ad vera óhult og hennar hús fyrir þeim; þeir kunna at lagfærast og, þó þad sjáist ei, þá er henni þad ærin ómakslaun, at hún veit þad, at Gudi þóknast hennar dygd og vidburdir.