21 breyta

Þad er bædi gód sidsemi, og líka lángtum hollara barninu[1], at vera ekki sí-etandi allan dag, heldur ad þad matist aldrei fyrr enn þad kénnir sultar, og drekki ei fyrr enn þad kénnir þorsta; enn lángi þad til matar í milli, géfur skynsøm módir því harda og þurra fædu enn ekki ljúffenga. Jóh. Gottlob Krüger hefir vel skrifad um matarædi og atbúnad barna, hann segir svo; best er ad venja børnin endur og sinnum vid allslags mat, vedurátt og atbúnad, og synja þeim engis þess, sem þau vilja, nema menn viti fyrir víst, ad þad sé þeim skadsamlegt. Med því at venjast ímsu, læra börn at þola vel, hvad sem ad höndum kémur, enn þar med meiga þau ekki venjast mjøg á nokkurn vissann hlut, svo at þau kunni þess heldur at missa hans án naudúngar.

Menn lofi þeim at vera úti í kuldum svo lengi sem þau vilja, helst sveinunum, eins þó þeir sé klædlitlir og jafnvel berfættir í snjó, badast í köldu vatni á sumrum. Þess ámilli sé þau vid mikinn hita, alt þetta, sem þau sjálf lystir, þaraf verdur heilbrigt og hraust fólk, og þaráeptir fylgir lánglífi og róleg elli. Vatn er børnum hollasti drykkur, eptir þad þau eru af mjólk vanin, enn fæduna géfur skynsøm módir þeim optast harda og kalda, hún telur þeim eingvann mat óhollann, sem ei er med óhófi spillt. Miklar kræsíngar og heitar, heitann og mikinn hversdags klædnad, kyrrsetur vid mikinn og jafnann hita, reiknar hún börnum óholt. Hún ann þeim at hafa jafnadarlega hræríng, hlaup og leika og ad svitna í leikfánginu, því þad alt er þeim holt. Hún laugar þau fyrst í volgu vatni þegar þau eru nýklakin, nokkru þareptir í hálfvolgu og sídan í köldu, helst á sumrum, edur í hlýu húsi, þá verda þau herkin í kulda, og sídan aldrei hjartkjæl. Þetta skrifar Krüger.

  1. Þad er audskilid ad høfundurinn talar hér um børn, sem farin eru að komast á fót, ársgømul og þar yfir. S.