§. 3. breyta

Trúin er ædri heldur enn óttinn, hann álítur Gud í öllum athöfnum fyrir sinn dómara, og hrædist því fyrir ad styggja hann med nokkurri synd, enn trúin álítur sig sæla undir hans stjórn. Hún gjörir sjálfrád, án kúgunar og þó med alvörugéfni, hans vilja, sem alleinn er gódur; hún hefir einann Gud sér at trúnadi;[1] sá trúnadur er svo ómissandi, at án hans gétur — engi madur gjört skyldu sína, eda æft þær dygdir, sem standi mann hæfir, svo Gudi megi hægt vera. Trúnadi og traust á Gudi er svo þarft þeim, sem manndygd vill sýna, sem aflsinar eru manni þeim, er burda þarf at neyta. Hvadan kémur manni djörfúng fyrir Gudi og mönnum, nær madr vandtreystir alvitsku Guds, mætti hans og gódgirni, at vita naudsyn manna, kunna og vilja hjálpa? Hvernin má hússmódir hugga bónda sinn í sorgum og áhyggju, eda hjú sín og vini í sjúkleika og ödrum vandrædum, nema hún hafi sjálf athvarf til Guds, og viti, hvers hún má af hönum vænta? Þegar hún veit á hvern hún trúir, fær hún med því Guds traust, úrrædi og skörúngskap í hverri þraut og í öllum ödrum atburdum.[2]

  1. Høfundurinn virðist hér að setja trú og Guðsótta hvørt ámóti øðru, og að telja það Guðs ótta, sem kémur af skoðun Guðs hegnanda réttlætis, en ekki þá viðleitni, sem góðu barni er svo eiginleg að styggja ekki góðan føður, en gjøra honum allt til gédþekni, hvaðan svo trúaðartraustið sprettur. Það er hvørttveggja að orðið trú hefir margar merkingar í andlegu máli og margur mun fá orð þetta viðhafa, sem ekki bindur við það neina honum sjálfum, enn síður øðrum, geinilega hugmind, enda virðist sem høfundurinn gjøri hér trú og trúnað eða trúnaðartraust á Guði að einu og því sama, hvað og vel má standast í víssum skilníngi orðsins trú, en ekki ætla eg trú þá geti kallast æðri enn Guðs óttin, sem af réttum røfum er sprottin. S.
  2. Mér virðist sem høfundurinn í tveimur undangángandi §§. taki orðið "Guðs ótti" einsog "ótta fyrir Guði" og vilji með því tákna hina óæðri trøppu ráðgendninnar, sem er í því fólgin að hræðast fllt, edur láta óttan fyrir Gudi, einsog dómara, aptra sér frá því, án þess að gjøra hið góða af lyst til þess aður af elsku á því. Þenna ótta kallar hann upphaf viskunnar, af því hann geingur á undan elskunni til hins góða - menn þurfa fyrst að þekkja og varast illt, áður menn fái elskað hið góða; - þessvegna kénna menn børnum, þá þau eru komin til skilníngs, fyrst af øllu Boðorðin og koma, með aga, áminníngum og aðvørunum, inn hjá þeim ótta fyrir hinu illa, svo þau læri að fá andstygð á því og forðast það. - Ottinn er upphaf eður byrjun vitskunnar. En þá fullkomnu ráðvendni eður guðrækni kallar høfundurinn "trú" - máské hefði manni þótt viðfeldara að hann hefði brúkað orðið "elsku" af því elskan er gagnfærð óttanum, og það er einkénni hins algjørða kristna, að hefja sig smámsaman yfir allan ótta, svo hann ei einúngis fordist íllt af ótta fyrir hegningu, álasi, eður øðru þessháttar, heldur líka rækji það sem gott er, af elsku til þess eður Guðs; - en høfundurinn getur fært það til hins máls að fullkomin og sønn elska er ómøguleg án trúarinnar, sem þessvcgna verður að gánga undan. - Líka hefur hann í þessum 2ur. §§. að minni hyggju haft fyrir augum sér greinarmuninn milli løgmálsins og Evangelíum, og heimfært óttan undir løgmálið, en haldið að orðið "trú" ætti betur enn elska við Evangelíum. Þannig ætla eg allt megi til sanns færast sem høfundurinn hefur hér sagt. Th.