§. 6. breyta

Med því það er brestur margra trúkvenna ad þær gjöra sér helst til margar trúargreinir hvaraf kémur margföld villa, þá er þad varúdar verdt, at fordast þvílíkt, enn ransaka Guds bod, Devt. 4. 2. Þér skulud engu bæta vid þau ord sem eg býd ydur, og ekkért taka þarfrá, svo at þér vardveitid bodord Drottins ydar Guds. Þad hæfir ogsvo, at ransaka sína skynsemi, þvíat fávísar konur hafa þad tídum af óskynsamlegu uppeldi í æskunni, enn þverlyndis þrái á hinum efra eldri, at þær vilja aldrei sannfærast láta at sleppa sinni hjátrú, og alla æfi sína halda þær sínar bábiljur fyrir öruggann sannleik, og nokkra hulda speki, enn slík villa er þó verri enn hégómi, því hún er skadleg og Gud hatar hana, hún spillir magnlega farsæld og framkvæmdum manna, og stundum heilsunni med; hún eidir því trausti, sem menn ega at setja á sannan Gud í öllum sínum atburdum. Hér til heyra þessi hindurvitni: at velja lukkudaga til sinna uppá-tækja, trúa draumum, gæfu edur ógæfu bæum og stödum, kvída göldrum, óttast reimleika, halda ár í hverju skoti, og alla sjúkdóma, sem sjaldgengnir eru, fyrir töfra, med óteljanlegum fleiri órum og atkvædum þessháttar skuggsýnu innbirtinga[1]. Sé nokkur hússmódir eda bústýra kappsöm í þessari villu, þá má þad miklu illu valda, og þar verda börn og úngmenni optast vandtrúarfullir skreppíngar, hrædd og ístödulaus hvar sem nokkud í dálpar, þó ei væri meir enn at gánga um þvert hús í myrkri, helst hvar daudur nár er einhverstadar í nánd.

  1. Því er æ verr og miður, ef þessi hér töldu hindurvitni, eða önnur af slíkri tegund, ekki enn að öllu eru héðan landflótta, því ekkért ega þau skilið við Guðs ótta og trú, eða sannan kristinndóm; þau eru lángt heldur ósjaldan óðugðanna förunautar, hað ei er að undra, því sá einn má illt óttast, sem illt gjörir, eg vil því ekki kalla þær "trúsvendi", sem slíkar babyiljur um hönd hafa. Trúarskortur enn ekki sönn trú leiðir til slíks hégóma. S.