Blaðsíða:Æfisaga Jóns Ólafssonar.djvu/12

Þessi síða hefur ekki verið prófarkalesin
XII

það að líkindum glatast með góssi hans; minsta kosti getur hann um handrit (þýðingar?) úr lækningabók Henrik Smiths, sem hafi verið borin með góssi hans inn í káetuna (bls. 175) þegar hann lemstraðist, og auðvitað glatast, því það sem þangað var komið fjekk hann aldrei aftur. Að vísu er dag- bókarsnið á einstaka stað, t. d. bls. 337: »Fóru þann dag, sem var sá 28. Augusti«, o. s. frv., en það mun tilviljun ein. Þegar þessa er gætt þá er það hrein og bein furða hvað lítið er skakt af því sem hann segir, því víða er hægt að reyna það. Sýnir það hvað hann hefur verið eftirtekta- samur og stálminnugur. Niðurröðun efnisins er sumstaðar nokkuð ábótavant, og leiða af því smávegis endurtekningar. Hann segir t. d. frá því, sem bar fyrir hann á siglingum árið 1616, i kafla, sem hann skýtur inn á eftír atburðum, sem gerast árið 1619; hann mun hafa gert það til þess að hafa í samhengi frá- sagnirnar um ferðir sínar i norðurhöfum 1616 og 1619. — Hann hefur stundum verið nokkuð auðtrúa, hann trúir t. d. því sem honum hefur verið sagt um ræður páfagauksins (bls. 345), og eins um sjávarorminn (bls. 265), en að því er orminn snertir, þá er enginn vafi á því, að hann hefur sjeð eitthvað, sem hann og aðrir á skipinu hjeldu að væri stór sjávarormur, þvi allir trúðu þá (og sumir enn) að þesskonar væri til. — Frásögnin er sumstaðar ekki alveg laus við sjálfhól, t. d. bardaginn við höggorminn (bls. 312—15) og sagan um hvernig hann sætti foringjana (bls. 135—136), og á einstöku stað ber á ýkjum, (t. d. frásögnin um herlið Calicuts, bls. 321). En sjálfhólið styður hann með góðum rökum, og að því er ýkjurnar snertir, þá hefur hann líklega ekki tekið eftir þeim sjálfur. Hann dregur engar dulur á breiskleika sína, og margir kaflar bókarinnar bera vott um innilega guðrækni og hjartans auðmýkt. Það sjest líka á öllu að hann hefur verið mesta lipurmenni í umgengni, vel metinn af fjelögum sínum og yfirmönnum, og best af þeim sem bestir voru. Það hefur snemma borið á bóklegum til- hneigingum hjá honum, á leiðinni til Indlands er hann að kenna fjelögum sínum að lesa og skrifa, og þegar hann